28.07.2006 21:58

Tönnslukall



Það er komin upp önnur vinnukona!  Af því tilefni fékk ég tannbursta og þótt það hafi verið skrítið að bursta fyrst finnst mér það mjög gott núna. Bursta meira að segja sjálfur stundum! Ég er ennþá mjög pirraður í gómnum,svo það verður líklega ekki langt í næstu tönn.
Svo er ég farinn að fá mjólkurkex að naga einstaka sinnum. Það er samt varla að mamma þori að gefa mér svoleiðis því ég er svo voðalega duglegur að bíta að oft næ ég stórum bita úr kexinu áður en það blotnar! Mamma vill nú ekki að það fari að standa í mér svo hún er frekar óróleg með þetta. Svo fékk ég soðna kartöflu með gulrótarmauki í kvöldmat í gær og það fannst mér algjört nammi. Ég ljóma líka allur þegar ég sé grautarskál nálægt mér, þá veit ég sko alveg hvað er að gerast!
Pabbi er búinn í fæðingarorlofinu sínu og farinn að vinna í löndun. Hann var að vinna rosalega lengi þrjá daga í röð og ég sá hann lítið. Þegar hann kom svo heim í dag var ég búinn að vera mjög pirraður, enda slappur í maganum og klæjaði líka í góminn. En þegar ég sá pabba varð ég svo glaður og lék á alls oddi. Greinilega búinn að sakna pabba,enda er hann bestur. Við erum samt voða ánægð með þessa nýju vinnu því pabbi fær svo góð frí inn á milli sem hann getur notað til að dúllast með okkur mömmu
Núna í augnablikinu er ég uppi í Suðurás með pabba. Mamma er ein heima því hún er lasin, svo hún ákvað að ritarast smá og skella inn nýjum myndum. Þær eru mjög flottar þótt ég segi sjálfur frá Endilega kíkið.

Helgarkveðja, Frosti ofurtannburstari.
Flettingar í dag: 64
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 114
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 87584
Samtals gestir: 17821
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 22:42:24