09.02.2006 13:44
Læknisskoðun
Í morgun fór ég í 5 daga skoðun á spítalanum. Ég stóð mig bara vel en
ég var svolítið pirraður á því að vera alltaf vakinn þegar ég svaf vel.
Mér fannst líka ekkert sérstaklega þægilegt þegar hjúkrunarkonan var að
skoða mig alla og fikta í mér. En ég hefndi mín með því að pissa beint
á hana áður en hún náði að setja bleyju á mig aftur. Ég er búinn að
léttast um 160 grömm síðan ég fæddist en það er allt í góðu lagi.
Naflastrengurinn minn datt af í gær en það er líka gott því það var
komin svo vond lykt af honum. Læknirinn sem skoðaði mig var ánægður með
mig og sagði að ég væri hraustur strákur.
Hjúkrunarfræðingarnir sem voru á stofunni voru líka allar skotnar í mér og vildu allar skoða mig. Þeim fannst ég svo sætur og spurðu mömmu og pabba hvort þau væru ekki stolt af mér. Auðvitað eru þau það.
Pabbi var að setja inn fleiri myndir í myndaalbúmið mitt. Mig langar líka að segja ykkur að þið getið sett inn athugasemdir við hverja mynd ef þið viljið. Það eru margar flottar töffaramyndir af mér komnar inn.
Kveðja,
Frosti
Hjúkrunarfræðingarnir sem voru á stofunni voru líka allar skotnar í mér og vildu allar skoða mig. Þeim fannst ég svo sætur og spurðu mömmu og pabba hvort þau væru ekki stolt af mér. Auðvitað eru þau það.
Pabbi var að setja inn fleiri myndir í myndaalbúmið mitt. Mig langar líka að segja ykkur að þið getið sett inn athugasemdir við hverja mynd ef þið viljið. Það eru margar flottar töffaramyndir af mér komnar inn.
Kveðja,
Frosti
Flettingar í dag: 385
Gestir í dag: 156
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147254
Samtals gestir: 28462
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:54:29