11.02.2006 02:19
Fyrsta baðið og fleiri myndir
Jæja, ég fór í fyrsta baðið mitt í dag. Mér fannst það ekkert gaman. Ég grenjaði duglega og lét vel í mér heyra. Kannski var það samt meira vegna þess að ég var orðinn svangur og þá er ég ekki sá þolinmóðasti. Þetta var nú eiginlega bara frekar afslappandi fannst mér, svona eftir á. Það var líka gott að láta skrúbba aðeins af mér, ég var ennþá með einhver óhreinindi í hárinu síðan úr fæðingunni. Ég er allavega orðinn svakalega hreinn og fínn núna.
Pabbi bað mig líka að skila því til ykkar að hann setti inn annað albúm. Það er nú meira hvað maðurinn er duglegur að smella af. Ég sé hann varla öðruvísi en bak við þessa myndavél. En ég skil hann líka vel, ég er svo ótrúlega gott myndefni þó ég segi sjálfur frá.
Kveðja,
Frosti
Flettingar í dag: 354
Gestir í dag: 144
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147223
Samtals gestir: 28450
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:32:34