14.02.2006 20:32
10 daga gamall
Það er nú meira hvað þessir 10 dagar hafa flogið. Ég er búinn að vera svo duglegur að borða og sofa og þá eru dagarnir sko ekki lengi að líða.
Í dag kom ungbarnaeftirlitið í heimsókn til mín. Mér var pakkað saman í taubleyju og ég hengdur upp á vikt. Ég var búinn að þyngjast síðan í 5 daga skoðuninni og er núna 4500 grömm. Alveg að ná fæðingarþyngdinni minni og konan var mjög ánægð með það. Ég var hins vegar ekkert sérlega hress með þessa meðferð en það lagaðist þegar mamma huggaði mig.
Svo var komið að annarri öllu leiðinlegri heimsókn. Sólveig, ljósmóðirin hennar mömmu, kom um daginn og stakk mig í hælinn til að taka blóðsýni úr mér. Það vildi þó ekki betur til en svo að það var eitthvað vitlaust gert þannig að hún þurfti að koma aftur í dag og stinga mig aftur í hælinn. Það fannst mér ekki gott og ég lét hana líka heyra það duglega.
Eftir það er ég búinn að taka því frekar rólega. Amma Óla kom í heimsókn og svo fékk ég ótrúlega fínan pakka frá Guðný frænku og co. Takk fyrir mig.
Mamma og pabbi fóru í morgun í þjóðskránna að ná í fæðingarvottorð fyrir mig. Þau notuðu tækifærið og létu skrá mig sem Frosta Halldórsson í staðinn fyrir dreng Siljuson.
Pabbi var líka að setja inn nýjar myndir.
Kveðja,
Frosti
Flettingar í dag: 354
Gestir í dag: 144
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147223
Samtals gestir: 28450
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:32:34