17.02.2006 22:39

Frosti brosti



Þið verðið að afsaka titilinn, hann er kominn frá pabba mínum en ekki mér. En já, ég brosti til mömmu í gærmorgun. Því miður náðist það ekki á mynd en það kemur örugglega fljótlega. Ég er líka farinn að vera meira vakandi, ekki bara rétt til að borða. Maginn á mér tekur stundum upp á því að trufla mig en er yfirleitt til friðs.

Í fyrradag fór ég í heimsókn upp í Suðurásinn og hitti langömmu og langafa. Það var gaman. Ég fékk líka ótrúlega fína pakka. Það er sama hvort ég fer eitthvert eða fæ einhvern í heimsókn, alltaf fæ ég pakka. Það er bara skemmtilegt að fá svona flotta pakka. Auðvitað er samt skemmtilegast að hitta allt þetta hressa fólk.

Í gær fór ég í bíltúr með mömmu og pabba. Þau fóru á þjóðskránna að ná í fæðingarvottorðið mitt og svo á Tryggingarstofnun til að skila því svo pabbi fái einhvern pening í fæðingarorlofinu. Ég fór með þeim þangað inn en svaf bara allan tímann. Það er líka bara gott því mamma mín segir að fólkið á Tryggingarstofnuninni sé ekkert sniðugt. Þau þurftu samt bara að stoppa stutt þar og svo fórum við í vinnuna til ömmu Jóhönnu. Þar voru allir að skoða mig og segja hvað ég væri flottur strákur. Ég kippti mér nú ekki mikið upp við það enda farinn að venjast því. Mér fannst samt gaman að fara í heimsókn til ömmu og mjög gott að fara í bíltúr.

Pabbi setti inn nýjar myndir. Mér finnst alltaf svo gaman að sjá þegar einhver hefur skrifað eitthvað við myndirnar mínar.

Kveðja,
Frosti
Flettingar í dag: 385
Gestir í dag: 156
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147254
Samtals gestir: 28462
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:54:29