23.02.2006 16:57

Sveitó



Síðustu dagar hafa aldeilis verið viðburðaríkir. Mamma og pabbi ákváðu allt í einu að drífa sig upp í sveit síðustu helgi og heimsækja Sigrúnu ömmu á Hótel Heklu. Það var ótrúlega gaman að koma þangað og gaman að hitta þau öll. Ég hélt meira að segja að Sigrún myndi ekkert leyfa mér að fara heim aftur. En ég lofaði að koma fljótt aftur í heimsókn.

Við ætluðum að koma heim á þriðjudaginn en þá var svo vont veður og mikið rok að við ákváðum að bíða eftir betra veðri. Þess vegna þurfti mamma að hringja í ungbarnaeftirlitskonuna og fresta heimsókninni hennar. Við komum svo heim klukkan 2 í dag og ungbarnaeftirlitskonan kom klukkan hálf 4 til að vikta mig og spjalla við mömmu mína. Ég er heldur betur búinn að stækka og er orðinn heil 5 kíló. Ég er líka svo duglegur að drekka.

Ég er líka farinn að brosa við og við til mömmu og pabba.

Það er komnar margar nýjar myndir, pabbi var duglegur að taka myndir í sveitinni.

Kveðja,
Frosti
Flettingar í dag: 385
Gestir í dag: 156
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147254
Samtals gestir: 28462
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:54:29