02.03.2006 22:14
Nýjar myndir
Netið datt út þannig að við höfum ekki getað sett inn nýjar myndir. En það eru komnar margar góðar myndir inn núna. Ég er farinn að brosa og brosa og stækka sífellt meira. Ungbarnaeftirlitskonan kom og mældi mig í gær og ég var orðinn 5250 grömm.
Afi Haukur keypti handa mér leikteppi í dag og ég var hæstánægður með að komast á það. Brosti mínu blíðasta til mömmu og pabba. Það er svo litríkt og spilar alls konar tónlist og hljóð. Gaman að fá eitthvað flott að skoða.
Endilega skoðið myndirnar og segið eitthvað sniðugt, mér finnst svo gaman að heyra í ykkur.
Kveðja,
Frosti
Flettingar í dag: 385
Gestir í dag: 156
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147254
Samtals gestir: 28462
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:54:29