14.03.2006 21:27

5 vikna og 3 daga gamall



Halló allir!

Á laugardaginn varð ég 5 vikna. Alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Það er búið að vera mikið gubbustand á mér síðustu daga sem er frekar leiðinlegt. Reyndar aðallega leiðinlegt fyrir þá sem þurfa að þrífa það upp því ég hef lítið látið það á mig fá, brosi bara ef eitthvað er. Mamma og pabbi eru búin að standa í rannsóknum á því hvað þetta gæti verið og síðasta uppástungan þeirra er að þetta hafi verið þurrmjólkin sem ég var að drekka. Ég er því búinn að skipta yfir í einhverja sojategund og það virðist ætla að virka betur.

Að því frátöldu dafna ég bara mjög vel. Ég er alltaf að lyfta mér hærra og hærra sjálfur og get næstum því haldið höfði alveg sjálfur. Í dag var ég líka í ömmustólnum að skoða spiladósina mína og leikföngin og byrjaði að babla smá við spiladósina. Ég hlusta líka mikið á tónlist og finnst lagið My delusions með Ampop rosalega skemmtilegt. Ragnheiður Gröndal og Mugison eru líka í uppáhaldi hjá mér og svo auðvitað Tom Waits og Travis enda væri ekki annað hægt með þessa foreldra sem ég á.

En nóg um það, það eru komnar inn nýjar og skemmtilegar myndir. Látið endilega heyra í ykkur, þið eruð svo skemmtileg.

Kveðja,
Frosti
Flettingar í dag: 423
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147292
Samtals gestir: 28477
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 15:52:51