01.04.2006 15:28

8 vikna í dag



Jei, ég er 8 vikna í dag. Styttist í að ég verði orðinn 2 mánaða. Ég líka stækka bara og stækka. Þamba mjólkina sem aldrei fyrr og fékk smá graut í morgun í fyrsta skiptið.

Í kvöld fer ég svo í fyrsta skiptið í pössun upp í Suðurás til Ólöfu ömmu og Matta afa. Þau ætla að passa mig á meðan mamma og pabbi fara út og svo gistum við þar. Ég hlakka til.

Ég er líka búinn að fá vagn. Ofsalega flottan, bláan Chicco kerruvagn. Það verður nú gaman að geta komist út að labba með mömmu og pabba. Eða meira svona að þau labba með mig og ég sef. Það verður samt gaman.

Kíkið á nýju myndirnar mínar og haldið endilega áfram að láta mig vita hvað ég er sætur.

Kveðja,
Frosti
Flettingar í dag: 354
Gestir í dag: 144
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147223
Samtals gestir: 28450
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:32:34