07.04.2006 11:26

Halló



Hæbbsí.

Fyrir þau ykkar sem voruð ekki búin að taka eftir því þá er komið inn nýtt myndaalbúm. Þar eru meðal annars myndir frá því ég fór í gistingu upp í Suðurás og þegar ég fékk graut og ýmislegt skemmtilegt.

Það var alveg ótrúlega gaman að gista hjá ömmu og afa í Suðurásnum. Ég fékk að nota nýja ferðarúmið mitt og svaf í nýja vagninum mínum og kúrði hjá ömmu og afa og svo fékk ég líka fullt gott að borða. Svo voru amma og afi svo góð og skemmtileg. Ég vona að ég geti fengið að gista hjá þeim aftur sem fyrst.

Annars á hann Matti afi minn afmæli í dag. Til hamingju með afmælið afi!

Ég átti líka afmæli á þriðjudaginn og þá varð ég 2 mánaða. Alltaf að stækka.

Kveðja,
Frosti
Flettingar í dag: 354
Gestir í dag: 144
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147223
Samtals gestir: 28450
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:32:34