13.04.2006 13:48
Fleiri myndir, meira gaman
Halló!
Síðustu dagar hafa ekki verið neitt sérlega skemmtilegir hjá mér. Ég er búinn að vera með svo mikið kvef síðustu vikur og um síðustu helgi fékk ég líka rosalega ljótan hósta. Þess vegna fóru mamma og pabbi með mig á spítalann þrisvar sinnum á mánudaginn og þriðjudaginn. Í seinasta skiptið var ég líka kominn með yfir 39 stiga hita. Læknirinn sem skoðaði mig þá sagði líka að ég væri með vott af lungnabólgu og gaf mér sýklalyf við því. Það er rosalega skrýtið, með sætu ávaxtabragði, rosalega sterkri lykt og ískalt. En það virkar samt og ég er allur að koma til. Hitinn er löngu farinn og kvefið er að lagast. Nú er bara verst að lyfið fer svolítið illa í magann minn en ég reyni samt að vera bara hress. Þýðir ekkert annað.
Vildi líka láta ykkur vita að það eru komnar nýjar myndir. Gaman gaman.
Kveðja,
Frosti
Flettingar í dag: 385
Gestir í dag: 156
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147254
Samtals gestir: 28462
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:54:29