04.05.2006 23:48
3 mánaða gutti
Jæja,þá er ég bara orðinn 3 mánaða. Ég held bara áfram að stækka á hraða ljóssins, mamma og pabbi sjá nánast dagamun á mér. Enda er ég duglegur að drekka. Svo fékk ég ávaxtamauk í fyrsta skipti í dag og nammi namm,það var sko gott. Smjattaði út í eitt.
Við mamma fórum í sveitina með ömmu og afa. Þau pössuðu mig á meðan mamma vann á hótelinu. Það var rosa gaman í sveitasælunni,langt síðan við hittum allt skemmtilega fólkið síðast. En mamma saknaði mín reyndar alveg hrikalega meðan hún var að vinna, þó við værum nú í sömu byggingunni. Pabbi var fyrir norðan á meðan og við mamma urðum voða glöð að fá hann heim aftur.
Annars verð ég bara sætari og skemmtilegri með hverjum deginum. Mamma og pabbi vita bara ekki hvar þetta endar ;)
Í tilefni dagsins er komið inn nýtt myndaalbúm.
Afmæliskveðja frá Frosta
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 164
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147277
Samtals gestir: 28470
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 15:31:47