20.05.2006 00:58

Hæ!



Þá er ég orðinn 15 vikna stór strákur. Ég fór í vigtun og sprautu um daginn og er kominn yfir átta kílóin í þyngd! Ég var rosa duglegur, fór ekkert að gráta þegar læknirinn sprautaði mig. En mér fannst ekki gaman þegar hann kíkti í eyrun mín.
Á morgun ætla ég í Eurovision grillpartý upp í Suðurás til ömmu Ólafar og afa Matta. Svo ætla þau að passa mig meðan mamma og pabbi kíkja í bæinn. Það verður sko stuð, þau eru svo skemmtileg.
Í tilefni af Eurovisionhelginni er komið inn nýtt albúm með fullt fullt af flottum myndum.
Og veriði svo dugleg að kommenta þarna!!

Kveðja, Frosti.
Flettingar í dag: 389
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 43
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 177016
Samtals gestir: 32332
Tölur uppfærðar: 26.4.2025 17:33:10