29.05.2006 23:21

Smá Frostafréttir



Ég er eldhress að vanda. Duglegur að drekka,borða,sofa og vera krúttulegur. Mamma er búin að vera að reyna að fara út með mig í vagninn en ég hef nú alls ekki verið ánægður með það. Hef bara staðið á orginu þangað til ég var tekinn upp. En mamma gerði enn eina tilraun í kvöld og það gekk nokkuð vel. Ég grét eiginlega ekki neitt,horfði bara forvitinn í kringum mig og dottaði svo aðeins. Mamma vonast til að ég fari að vera auðveldari úti í þessum vagni,það er svo gaman að fara aðeins út og svona. Ekkert stuð að hanga alltaf inni.
Ég verð 4 mánaða eftir nokkra daga. Þetta er svo fljótt að líða! Ég er farin að bera mig til við að snúa mér, mamma heldur að það komi bara á næstu dögum jafnvel. Svo eru tennurnar farnar að pirra mig dálítið, fyrstu tvær eru aaalveg að koma upp! Því fylgir náttúrulega kláði og pirringur, en ég naga bara allt sem fyrir verður :) Ég er samt svo góður strákur að ég brosi oftast bara og hlæ mikið. Uppáhalds lagið mitt er afi minn og amma mín, sem passar alveg því ég á svo góðar ömmur og afa.
Það er komið nýtt albúm með obboslega krúttlegum myndum að vanda. Heyrumst svo bara hress!

Kveðja, Frosti ofurkrútt.
Flettingar í dag: 423
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147292
Samtals gestir: 28477
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 15:52:51