14.06.2006 01:52

4 mánaða kútur



Jæja, þá er maður bara orðinn 4 mánaða..tíminn flýgur áfram!

Af mér er allt gott að frétta. Ég er loksins að sættast við að vera í vagninum mínum, ef ég fæ að sitja uppi og horfa í kringum mig. Ég er líka svo forvitinn, það er margt að sjá þegar maður er svona lítill. Svo er ég farinn að fá aðeins fjölbreyttari mat, fleiri tegundir af grautum, stappaðan banana og epla/mangó mauk. Mér finnst þetta allt saman hrikalega gott, enda er ég matargat og stækka eftir því.
Ég sef eiginlega allar nætur, þvílíkt draumabarn! Um daginn svaf ég 15 tíma, frá 18-9! Mömmu var nú bara hætt að lítast á þetta, en ætli ég hafi ekki bara verið að taka vaxtarkipp. Þá þarf maður nú að safna orku sko! Þið getið ímyndað ykkur hvort ég var ekki svangur og þyrstur eftir þann dúr!
Svo ætlum við fjölskyldan að fara norður í byrjun júli, á Ólafsfjörð og Akureyri. Það verður sko gaman, því þar á ég tvær langömmur og fullt af öðrum skemmtilegum ættingjum. Mamma og pabbi ætla að nota tækifærið og kíkja á blúshátíðina á Ólafsfirði, en ætli ég bíði ekki með það í nokkur ár í viðbót
Það er annars komið inn nýtt albúm,stútfullt af krúttmyndum.
Segjum þetta gott í bili, bið að heilsa ykkur!

Kveðja, Frosti bestabarn.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 164
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147277
Samtals gestir: 28470
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 15:31:47