01.07.2006 01:07
Halló halló
Úlfur og Frosti sætir saman
Það er sko margt búið að vera í gangi hjá mér síðustu daga. Við mamma og pabbi fórum upp í sveit og vorum í viku. Það var rosalega gaman. Ég fékk að leika við strákana og skoða hundana á bænum. Svo voru auðvitað allir að knúsa mig,enda er ég svo knúsulegur. Mamma var síðan að vinna og á meðan brölluðum við pabbi ýmislegt saman. Við fylgjumst auðvitað með HM og svona, og er ég mjög áhugasamur um boltann, enda er svo margt að gerast og flottir litir á vellinum.
Eins og þið sjáið á myndinni er ég orðinn svo stór! Það eru 15 mánuðir á milli okkar Úlfs en ég virðist ætla að stefna á að ná honum sem fyrst. Mamma er ekki alveg að ná þessu,litla barnið hennar bara stækkar og stækkar! Enda er ég svo duglegur að borða.
Það er komið inn nýtt albúm með alveg fullt af myndum, eitthvað um 200 stykki..mamma og pabbi virðast ekki vera að róast í myndabrjálæðinu
Nú er pabbi kominn í mánaðarfrí og við ætlum sko að hafa það gott litla fjölskyldan. Í næstu viku ætlum við svo að fara norður til Ólafsfjarðar. Það verður nú gaman, fullt af skemmtilegu fólki og svona.
Verið svo endilega í bandi, við ætlum að vera dugleg að rölta niður í bæ þegar það er gott veður, þannig að ef þið viljið koma með í ísferð á Austurvöll þá látið þið bara heyra í ykkur.
Kveðja, Frosti stóri strákur.
Flettingar í dag: 385
Gestir í dag: 156
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147254
Samtals gestir: 28462
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:54:29