04.07.2006 14:10
Afmæliskall

Halló allir!
Í dag á ég afmæli. Ég er orðinn svo rosalega stór, alveg 5 mánaða í dag. Ég ætla að eyða deginum í að syngja afmælissönginn minn, bæði í Jórufellinu og líka í Suðurásnum. Svo fæ ég vonandi eitthvað gott að borða á afmælisdaginn, búinn að fá graut og fæ vonandi banana eða bananamauk í kvöld. Maður verður nú að leyfa sér eitthvað á afmælisdaginn sinn.
Á morgun ætlum við svo í laaaangan bíltúr, alla leið norður í Eyjafjörð. Ég ætla að heimsækja ættingja bæði á Akureyri og Ólafsfirði. Það verður gaman.
Munið svo að skoða myndirnar mínar og segja hvað ykkur finnst.
Kveðja,
Frosti
Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 307
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 207257
Samtals gestir: 36082
Tölur uppfærðar: 30.8.2025 00:51:28