18.07.2006 20:51
Halló allir!
Ég og Ólína stóra frænka mín,sem var alveg rosalega dugleg að passa mig
Af mér er allt gott að frétta. Fór í skoðun í gær og sprautu. Ég er orðin 10 kíló og 150 grömm og heilir 70 cm! Stór strákur.
Svo er komin upp ein lítil tönnsla! Mamma fann hana á föstudagskvöld og nú verður hún sko að gefa mér tannfé..jei!
Það var rosalega gaman á Ólafsfirði eins og þið getið séð á myndunum. Gaman að hitta allt fólkið og fara í gönguferðir í bænum. Við mamma og pabbi erum sko alveg sammála um að fara aftur sem fyrst og að gera blúshátíðarferð að árlegri uppákomu hjá okkur. Við viljum bara þakka Guðnýju stórfrænku og Ægi fyrir allt saman og auðvitað Ásdísi Maríu fyrir að lána okkur herbergið sitt. Knús til ykkar allra!
Flettingar í dag: 385
Gestir í dag: 156
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147254
Samtals gestir: 28462
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:54:29