05.12.2006 00:35
Komin 3 ný albúm!
Með 298 myndum,hvorki meira né minna! Vonandi bætir þetta eitthvað upp
myndaleysið á meðan tölvan var í viðgerð. Albúmin eru undir 8.,9. og
10.mánuðum.
Það er annars ýmislegt að frétta af honum Frosta:
Hann er orðinn 10 mánaða,eldhress kútur.
8 tennur komnar,4 uppi og 4 niðri.
Hann er farinn að labba með og skríða eins og herforingi,á mjög sérstakan hátt. Setur annan fótinn fyrir sig og hinn hálfpartinn dregur hann með.
Hann er hættur hjá Jóu dagmömmu,núna er hann heima á daginn með múttu sinni.
Hann bablar og bablar,drekkur úr röri og blæs í það til að ,,bubbla"..mikið sport þessa dagana.
Fikt skeiðið er að koma sterkt inn,allt sem er bannað er extra spennandi: Skúffur,skápar,snúrur og allt þannig. Hann skilur alveg þegar maður bannar honum,en það er nú ekki alltaf sem hann hlýðir. Setur stundum á sig alveg ótrúlegt prakkaraglott og heldur áfram að skottast.
Ég var einmitt að skoða ,,gamlar" myndir af honum og það er ótrúlegt,mér finnst svo endalaust langt síðan að hann var svona lítill! En það eru örfáir mánuðir síðan. Það er svo margt búið að gerast á þeim tíma og hann þroskast svo hratt litli snúllinn. Hann bræðir mig enda oft á dag,hann er svo skemmtilegur :)
Þarna sat hann löngum stundum grafkyrr og dundaði sér,náði ekki einu sinni niður í gólf..núna spólar hann um allt og maður má passa sig að verða ekki fyrir honum :)
Svo styttist nú í fyrstu jólin hans! Hann gerir sér náttúrulega enga grein fyrir því en við foreldrarnir erum mjög spennt fyrir hans hönd :)
Læt þetta duga í bili...það verður styttra á milli færslna næst :)
Kv.Silja mamma.
Það er annars ýmislegt að frétta af honum Frosta:
Hann er orðinn 10 mánaða,eldhress kútur.
8 tennur komnar,4 uppi og 4 niðri.
Hann er farinn að labba með og skríða eins og herforingi,á mjög sérstakan hátt. Setur annan fótinn fyrir sig og hinn hálfpartinn dregur hann með.
Hann er hættur hjá Jóu dagmömmu,núna er hann heima á daginn með múttu sinni.
Hann bablar og bablar,drekkur úr röri og blæs í það til að ,,bubbla"..mikið sport þessa dagana.
Fikt skeiðið er að koma sterkt inn,allt sem er bannað er extra spennandi: Skúffur,skápar,snúrur og allt þannig. Hann skilur alveg þegar maður bannar honum,en það er nú ekki alltaf sem hann hlýðir. Setur stundum á sig alveg ótrúlegt prakkaraglott og heldur áfram að skottast.
Ég var einmitt að skoða ,,gamlar" myndir af honum og það er ótrúlegt,mér finnst svo endalaust langt síðan að hann var svona lítill! En það eru örfáir mánuðir síðan. Það er svo margt búið að gerast á þeim tíma og hann þroskast svo hratt litli snúllinn. Hann bræðir mig enda oft á dag,hann er svo skemmtilegur :)
Þarna sat hann löngum stundum grafkyrr og dundaði sér,náði ekki einu sinni niður í gólf..núna spólar hann um allt og maður má passa sig að verða ekki fyrir honum :)
Svo styttist nú í fyrstu jólin hans! Hann gerir sér náttúrulega enga grein fyrir því en við foreldrarnir erum mjög spennt fyrir hans hönd :)
Læt þetta duga í bili...það verður styttra á milli færslna næst :)
Kv.Silja mamma.
Skrifað af Silju mömmu
Flettingar í dag: 354
Gestir í dag: 144
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147223
Samtals gestir: 28450
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:32:34