22.03.2007 03:17

Nýjar myndir og smá fréttir


Sparisvipurinn?

Það eru komin inn 2 ný albúm með fullt af flottum myndum,endilega kíkiði og svo má alveg kommenta líka

Það er bara allt ágætt að frétta af Frosta litla,hann er alltaf jafn duglegur og góður strákur. Hann er aðeins farinn að tala meira,bablar helling og segir mamma og pabba,datt,heitt,nammi,takk,batt(bað) og svo hermir hann einstaklega vel eftir apa,bíl og ryksugu! Hann hefur einmitt mikinn áhuga á þeim,ásamt uppþvottavélum.

Bíllinn segir burr

Og ryksugan segir húúúú

Það er reyndar búið að ákveða að setja rör í eyrun hans,því hann er búinn að fá svo oft eyrnabólgur og alltaf situr vökvi eftir fyrir innan hljóðhimnurnar,og svo á að tékka á nefkirtlunum í leiðinni. Aðgerðin verður 11.apríl. Við vonum bara að hann verði búinn að jafna sig 14.apríl,en þá ætla Elva frænka og Stígur frændi að gifta sig!

Flettingar í dag: 423
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147292
Samtals gestir: 28477
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 15:52:51