08.09.2007 18:13
Loksins nýjar myndir
Hæ hæ!
Af Frosta er allt gott að frétta. Hann fór í skoðun í vikunni og er orðinn hvorki meira né minna en 15,5 kíló og 87 cm! Hann fékk sprautu hjá lækninum og var alveg ósköp duglegur og góður.
Hann er farinn að tala alveg helling og bætir við sig nýjum orðum nánast daglega. Mamma ritari ætlar að taka sér tíma bráðum og setja inn orðin hans hérna á síðuna.
Núna erum við að flytja upp í Suðurásinn til ömmu og afa þar. Frosti fær sitt eigið herbergi og hefur heilan garð til að leika sér í! Það er sko ekki leiðinlegt
Settum inn myndirnar frá því að Frosti fékk traktorinn sinn,svo lofum við því að vera duglegri að setja inn myndir!
Knús og kossar frá Frosta og co.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 164
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147277
Samtals gestir: 28470
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 15:31:47