04.02.2008 09:30
Afmælisstrákur

Hann Frosti er 2 ára í dag! Tíminn er svo sannarlega fljótur að líða,mömmu og pabba finnst eins og það hafi verið í gær sem þau fengu þennan pínulítla böggul í hendurnar.


Við héldum upp á afmælið með bolluveislu í gær og það kom sko fullt af fólki! Við viljum þakka öllum fyrir að koma og gera daginn svona skemmtilegan. Frosti þakkar kærlega fyrir sig,gjafirnar slógu rækilega í gegn 

P.S ég setti inn eitt myndaalbúm,nóvemberlok og desember fram að jólum. Skelli fleirum inn í kvöld!
Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 61
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 249587
Samtals gestir: 38730
Tölur uppfærðar: 18.1.2026 13:42:35
