07.02.2006 17:07

Halló



Nú erum við komin heim og ég er kominn með mína eigin heimasíðu. Það borgar sig að þekkja klára kalla eins og Stíg frænda sem geta gert svona flottar heimasíður. Þessa stundina geri ég nú lítið annað en að borða og sofa og er mjög duglegur að gera það.

Þar sem við erum öll að jafna okkur eftir fæðinguna þá getum við ekki tekið á móti gestum alveg strax en við vitum að það eru margir á biðlista og við hlökkum til að sjá alla góðu vini okkar og ættingja. Þangað til ætlum við að reyna að vera dugleg að setja inn myndir af nýju vélinni okkar. Það er strax komið eitt albúm á þessa síðu með öllum myndunum sem er búið að taka af mér.

Skrifið svo endilega í gestabókina mína, mér finnst svo gaman að heyra í ykkur.

Kveðja,
Frosti
Flettingar í dag: 224
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147093
Samtals gestir: 28398
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 12:05:17