Færslur: 2006 Febrúar

27.02.2006 14:23

Afmælispabbi



Besti pabbi í heiminum á afmæli í dag, bara orðinn 24 ára kallinn. Til hamingju elsku pabbi minn!

25.02.2006 19:14

Afmælis

Hér kemur meira afmælisblogg. Í dag er ég orðinn 3 vikna gamall. Það er ekki amalegt. Í tilefni þess verður afmælisboð/bollukaffi uppí Suðurás á morgun. Engin sérstök tímasetning, við verðum þar allan daginn. Pabbi minn á svo víst afmæli á mánudaginn þannig að hann fær að vera með á morgun líka.

Takk fyrir.

Kveðja,
Frosti

p.s. það eru komnar nýjar myndir

24.02.2006 14:24

Afmælisblogg



Hérna er mynd af mér og Ásdísi stóru frænku minni. Hún á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Ásdís!

Kveðja,
Frosti

23.02.2006 16:57

Sveitó



Síðustu dagar hafa aldeilis verið viðburðaríkir. Mamma og pabbi ákváðu allt í einu að drífa sig upp í sveit síðustu helgi og heimsækja Sigrúnu ömmu á Hótel Heklu. Það var ótrúlega gaman að koma þangað og gaman að hitta þau öll. Ég hélt meira að segja að Sigrún myndi ekkert leyfa mér að fara heim aftur. En ég lofaði að koma fljótt aftur í heimsókn.

Við ætluðum að koma heim á þriðjudaginn en þá var svo vont veður og mikið rok að við ákváðum að bíða eftir betra veðri. Þess vegna þurfti mamma að hringja í ungbarnaeftirlitskonuna og fresta heimsókninni hennar. Við komum svo heim klukkan 2 í dag og ungbarnaeftirlitskonan kom klukkan hálf 4 til að vikta mig og spjalla við mömmu mína. Ég er heldur betur búinn að stækka og er orðinn heil 5 kíló. Ég er líka svo duglegur að drekka.

Ég er líka farinn að brosa við og við til mömmu og pabba.

Það er komnar margar nýjar myndir, pabbi var duglegur að taka myndir í sveitinni.

Kveðja,
Frosti

17.02.2006 22:39

Frosti brosti



Þið verðið að afsaka titilinn, hann er kominn frá pabba mínum en ekki mér. En já, ég brosti til mömmu í gærmorgun. Því miður náðist það ekki á mynd en það kemur örugglega fljótlega. Ég er líka farinn að vera meira vakandi, ekki bara rétt til að borða. Maginn á mér tekur stundum upp á því að trufla mig en er yfirleitt til friðs.

Í fyrradag fór ég í heimsókn upp í Suðurásinn og hitti langömmu og langafa. Það var gaman. Ég fékk líka ótrúlega fína pakka. Það er sama hvort ég fer eitthvert eða fæ einhvern í heimsókn, alltaf fæ ég pakka. Það er bara skemmtilegt að fá svona flotta pakka. Auðvitað er samt skemmtilegast að hitta allt þetta hressa fólk.

Í gær fór ég í bíltúr með mömmu og pabba. Þau fóru á þjóðskránna að ná í fæðingarvottorðið mitt og svo á Tryggingarstofnun til að skila því svo pabbi fái einhvern pening í fæðingarorlofinu. Ég fór með þeim þangað inn en svaf bara allan tímann. Það er líka bara gott því mamma mín segir að fólkið á Tryggingarstofnuninni sé ekkert sniðugt. Þau þurftu samt bara að stoppa stutt þar og svo fórum við í vinnuna til ömmu Jóhönnu. Þar voru allir að skoða mig og segja hvað ég væri flottur strákur. Ég kippti mér nú ekki mikið upp við það enda farinn að venjast því. Mér fannst samt gaman að fara í heimsókn til ömmu og mjög gott að fara í bíltúr.

Pabbi setti inn nýjar myndir. Mér finnst alltaf svo gaman að sjá þegar einhver hefur skrifað eitthvað við myndirnar mínar.

Kveðja,
Frosti

14.02.2006 20:32

10 daga gamall



Það er nú meira hvað þessir 10 dagar hafa flogið. Ég er búinn að vera svo duglegur að borða og sofa og þá eru dagarnir sko ekki lengi að líða.

Í dag kom ungbarnaeftirlitið í heimsókn til mín. Mér var pakkað saman í taubleyju og ég hengdur upp á vikt. Ég var búinn að þyngjast síðan í 5 daga skoðuninni og er núna 4500 grömm. Alveg að ná fæðingarþyngdinni minni og konan var mjög ánægð með það. Ég var hins vegar ekkert sérlega hress með þessa meðferð en það lagaðist þegar mamma huggaði mig.

Svo var komið að annarri öllu leiðinlegri heimsókn. Sólveig, ljósmóðirin hennar mömmu, kom um daginn og stakk mig í hælinn til að taka blóðsýni úr mér. Það vildi þó ekki betur til en svo að það var eitthvað vitlaust gert þannig að hún þurfti að koma aftur í dag og stinga mig aftur í hælinn. Það fannst mér ekki gott og ég lét hana líka heyra það duglega.

Eftir það er ég búinn að taka því frekar rólega. Amma Óla kom í heimsókn og svo fékk ég ótrúlega fínan pakka frá Guðný frænku og co. Takk fyrir mig.

Mamma og pabbi fóru í morgun í þjóðskránna að ná í fæðingarvottorð fyrir mig. Þau notuðu tækifærið og létu skrá mig sem Frosta Halldórsson í staðinn fyrir dreng Siljuson.

Pabbi var líka að setja inn nýjar myndir.

Kveðja,
Frosti

12.02.2006 18:30

Vikugamall


Þá er maður orðinn vikugamall og rúmlega það. Hef samt að mestu tekið því rólega. Vinir foreldra minna eru svona farnir að detta inn í heimsókn en ég kippi mér sjaldnast mikið upp við það. Ég sef yfirleitt bara þegar það eru gestir.

Það eru samt komnar inn nýjar myndir af mér. Ekkert smá spennandi. Annars er allt gott að frétta af okkur og mamma og pabbi biðja að heilsa.

Kveðja,
Frosti

11.02.2006 02:19

Fyrsta baðið og fleiri myndir



Jæja, ég fór í fyrsta baðið mitt í dag. Mér fannst það ekkert gaman. Ég grenjaði duglega og lét vel í mér heyra. Kannski var það samt meira vegna þess að ég var orðinn svangur og þá er ég ekki sá þolinmóðasti. Þetta var nú eiginlega bara frekar afslappandi fannst mér, svona eftir á. Það var líka gott að láta skrúbba aðeins af mér, ég var ennþá með einhver óhreinindi í hárinu síðan úr fæðingunni. Ég er allavega orðinn svakalega hreinn og fínn núna.

Pabbi bað mig líka að skila því til ykkar að hann setti inn annað albúm. Það er nú meira hvað  maðurinn er duglegur að smella af. Ég sé hann varla öðruvísi en bak við þessa myndavél. En ég skil hann líka vel, ég er svo ótrúlega gott myndefni þó ég segi sjálfur frá.

Kveðja,
Frosti

09.02.2006 16:25

Litli töffari

Er til meiri töffari?


Pabbi er búinn að setja inn fleiri tengla. Ef við erum að gleyma einhverjum, endilega setjið inn skilaboð. Við viljum ekki skilja neinn útundan.

09.02.2006 13:44

Læknisskoðun

Í morgun fór ég í 5 daga skoðun á spítalanum. Ég stóð mig bara vel en ég var svolítið pirraður á því að vera alltaf vakinn þegar ég svaf vel. Mér fannst líka ekkert sérstaklega þægilegt þegar hjúkrunarkonan var að skoða mig alla og fikta í mér. En ég hefndi mín með því að pissa beint á hana áður en hún náði að setja bleyju á mig aftur. Ég er búinn að léttast um 160 grömm síðan ég fæddist en það er allt í góðu lagi. Naflastrengurinn minn datt af í gær en það er líka gott því það var komin svo vond lykt af honum. Læknirinn sem skoðaði mig var ánægður með mig og sagði að ég væri hraustur strákur.

Hjúkrunarfræðingarnir sem voru á stofunni voru líka allar skotnar í mér og vildu allar skoða mig. Þeim fannst ég svo sætur og spurðu mömmu og pabba hvort þau væru ekki stolt af mér. Auðvitað eru þau það.

Pabbi var að setja inn fleiri myndir í myndaalbúmið mitt. Mig langar líka að segja ykkur að þið getið sett inn athugasemdir við hverja mynd ef þið viljið. Það eru margar flottar töffaramyndir af mér komnar inn.

Kveðja,
Frosti

07.02.2006 17:07

Halló



Nú erum við komin heim og ég er kominn með mína eigin heimasíðu. Það borgar sig að þekkja klára kalla eins og Stíg frænda sem geta gert svona flottar heimasíður. Þessa stundina geri ég nú lítið annað en að borða og sofa og er mjög duglegur að gera það.

Þar sem við erum öll að jafna okkur eftir fæðinguna þá getum við ekki tekið á móti gestum alveg strax en við vitum að það eru margir á biðlista og við hlökkum til að sjá alla góðu vini okkar og ættingja. Þangað til ætlum við að reyna að vera dugleg að setja inn myndir af nýju vélinni okkar. Það er strax komið eitt albúm á þessa síðu með öllum myndunum sem er búið að taka af mér.

Skrifið svo endilega í gestabókina mína, mér finnst svo gaman að heyra í ykkur.

Kveðja,
Frosti
  • 1
Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 146961
Samtals gestir: 28321
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 11:44:11