Færslur: 2006 Maí

29.05.2006 23:21

Smá Frostafréttir



Ég er eldhress að vanda. Duglegur að drekka,borða,sofa og vera krúttulegur. Mamma er búin að vera að reyna að fara út með mig í vagninn en ég hef nú alls ekki verið ánægður með það. Hef bara staðið á orginu þangað til ég var tekinn upp. En mamma gerði enn eina tilraun í kvöld og það gekk nokkuð vel. Ég grét eiginlega ekki neitt,horfði bara forvitinn í kringum mig og dottaði svo aðeins. Mamma vonast til að ég fari að vera auðveldari úti í þessum vagni,það er svo gaman að fara aðeins út og svona. Ekkert stuð að hanga alltaf inni.
Ég verð 4 mánaða eftir nokkra daga. Þetta er svo fljótt að líða! Ég er farin að bera mig til við að snúa mér, mamma heldur að það komi bara á næstu dögum jafnvel. Svo eru tennurnar farnar að pirra mig dálítið, fyrstu tvær eru aaalveg að koma upp! Því fylgir náttúrulega kláði og pirringur, en ég naga bara allt sem fyrir verður :) Ég er samt svo góður strákur að ég brosi oftast bara og hlæ mikið. Uppáhalds lagið mitt er afi minn og amma mín, sem passar alveg því ég á svo góðar ömmur og afa.
Það er komið nýtt albúm með obboslega krúttlegum myndum að vanda. Heyrumst svo bara hress!

Kveðja, Frosti ofurkrútt.

20.05.2006 00:58

Hæ!



Þá er ég orðinn 15 vikna stór strákur. Ég fór í vigtun og sprautu um daginn og er kominn yfir átta kílóin í þyngd! Ég var rosa duglegur, fór ekkert að gráta þegar læknirinn sprautaði mig. En mér fannst ekki gaman þegar hann kíkti í eyrun mín.
Á morgun ætla ég í Eurovision grillpartý upp í Suðurás til ömmu Ólafar og afa Matta. Svo ætla þau að passa mig meðan mamma og pabbi kíkja í bæinn. Það verður sko stuð, þau eru svo skemmtileg.
Í tilefni af Eurovisionhelginni er komið inn nýtt albúm með fullt fullt af flottum myndum.
Og veriði svo dugleg að kommenta þarna!!

Kveðja, Frosti.

11.05.2006 00:02

Nýjar myndir og fullt af fjöri



Hæhó!

Ég er alveg ótrúlega hress. Það voru líka að koma inn nýjar myndir og það er svo gaman. Svo var ég líka í sturtu áðan, það er sko hressandi.

Á morgun fer ég í ungbarnaeftirlit og á að fá sprautu. Það er ekki hresst en ég verð örugglega duglegur af því ég er orðinn svo stór.

Látið endilega heyra í ykkur.

Kveðja,
Frosti

04.05.2006 23:48

3 mánaða gutti


Jæja,þá er ég bara orðinn 3 mánaða. Ég held bara áfram að stækka á hraða ljóssins, mamma og pabbi sjá nánast dagamun á mér. Enda er ég duglegur að drekka. Svo fékk ég ávaxtamauk í fyrsta skipti í dag og nammi namm,það var sko gott. Smjattaði út í eitt.
Við mamma fórum í sveitina með ömmu og afa. Þau pössuðu mig á meðan mamma vann á hótelinu. Það var rosa gaman í sveitasælunni,langt síðan við hittum allt skemmtilega fólkið síðast. En mamma saknaði mín reyndar alveg hrikalega meðan hún var að vinna, þó við værum nú í sömu byggingunni. Pabbi var fyrir norðan á meðan og við mamma urðum voða glöð að fá hann heim aftur.
Annars verð ég bara sætari og skemmtilegri með hverjum deginum. Mamma og pabbi vita bara ekki hvar þetta endar ;)
Í tilefni dagsins er komið inn nýtt myndaalbúm.

Afmæliskveðja frá Frosta
  • 1
Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 146961
Samtals gestir: 28321
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 11:44:11