Færslur: 2008 Júlí
30.07.2008 02:42
Nýjar myndir
Hæ hó!
Skellti inn einu albúmi með myndum frá því að við vorum í sveitinni okkar um daginn. Við fengum súpergott veður og það var svakalega gaman hjá Frosta eins og sjá má af myndunum!
Skellti inn einu albúmi með myndum frá því að við vorum í sveitinni okkar um daginn. Við fengum súpergott veður og það var svakalega gaman hjá Frosta eins og sjá má af myndunum!
05.07.2008 17:57
Nýjar myndir!
Jæja,hann Stígur besti frændi tók sig til og forritaði kerfið fyrir makka upp á nýtt þannig að við komum myndunum loksins inn-takk Stígur!
Í albúminu maí og júní eru myndir af Akureyrarferð,17.júní og sitthvað fleira!
Í albúminu maí og júní eru myndir af Akureyrarferð,17.júní og sitthvað fleira!
01.07.2008 16:03
Halló halló!
Halló allir-þið sem kíkið ennþá hérna inn og bíðið eftir nýjum myndum
Við erum í fullu fjöri,en erum búin að eiga í tæknilegum örðugleikum. Fyrst bilaði elsku Canon vélin okkar þegar hún lenti í útistöðum við páskaölsdós um páskana-hún er ansi klístruð og það er ekki hægt að súmma með henni-dálítið erfitt. Núna erum við búin að kaupa nýja vél,svona litla handhæga,til að nota þangað til að við komum hinni í viðgerð,en þá er eitthvað vesen við að koma myndunum inn. Er að vinna í að komast til botns í þessu,en hérna er allavega eitt slideshow með nýjum myndum af litla kút.
Hann er kominn inn á leikskóla og byrjar í ágúst og erum við rosalega glöð með það. Hann verður á sama leikskóla og Úlfur frændi og Rán frænka og m.a.s á sömu deild og Rán þannig að það verður heldur betur fjör.
Mamma ritari er komin í sumarfrí og ætlar að vera voða dugleg að setja inn myndir í sumar-ef hún kemur þeim inn
Þangað til næst-hafið það gott í sólinni!
Kveðja,Silja,Halldór og Frosti sumarstrákur.
Við erum í fullu fjöri,en erum búin að eiga í tæknilegum örðugleikum. Fyrst bilaði elsku Canon vélin okkar þegar hún lenti í útistöðum við páskaölsdós um páskana-hún er ansi klístruð og það er ekki hægt að súmma með henni-dálítið erfitt. Núna erum við búin að kaupa nýja vél,svona litla handhæga,til að nota þangað til að við komum hinni í viðgerð,en þá er eitthvað vesen við að koma myndunum inn. Er að vinna í að komast til botns í þessu,en hérna er allavega eitt slideshow með nýjum myndum af litla kút.
Hann er kominn inn á leikskóla og byrjar í ágúst og erum við rosalega glöð með það. Hann verður á sama leikskóla og Úlfur frændi og Rán frænka og m.a.s á sömu deild og Rán þannig að það verður heldur betur fjör.
Mamma ritari er komin í sumarfrí og ætlar að vera voða dugleg að setja inn myndir í sumar-ef hún kemur þeim inn
Þangað til næst-hafið það gott í sólinni!
Kveðja,Silja,Halldór og Frosti sumarstrákur.
- 1
Flettingar í dag: 224
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 147093
Samtals gestir: 28398
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 12:05:17