Færslur: 2006 Apríl

22.04.2006 16:36

Halló



Nú erum við sko að dansa,haldiði ekki bara að það séu komnar inn nýjar myndir!

Kveðja, Frosti.

19.04.2006 13:14

Afmæliskveðja



Hún Anna, langamma mín, á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið amma!

Kveðja,
Frosti

15.04.2006 16:38

Anna afmælisbarn


Hæ!
Anna Lilja, bestasta frænka mín,á sko afmæli í dag. Hún er fyrir norðan með ömmu,afa og Ásdísi hinni bestustu frænku svo ég get víst ekki knúsað hana. En ég knúsa hana bara tvöfalt þegar hún kemur heim. Til hamingju með daginn elsku Anna! :)

Kveðja, Frosti páskaungi.

14.04.2006 22:04

Nýjar myndir



Ha!? Bara strax komnar inn nýjar myndir!

Gleðilega páska!

Kveðja,
Frosti

13.04.2006 13:48

Fleiri myndir, meira gaman



Halló!

Síðustu dagar hafa ekki verið neitt sérlega skemmtilegir hjá mér. Ég er búinn að vera með svo mikið kvef síðustu vikur og um síðustu helgi fékk ég líka rosalega ljótan hósta. Þess vegna fóru mamma og pabbi með mig á spítalann þrisvar sinnum á mánudaginn og þriðjudaginn. Í seinasta skiptið var ég líka kominn með yfir 39 stiga hita. Læknirinn sem skoðaði mig þá sagði líka að ég væri með vott af lungnabólgu og gaf mér sýklalyf við því. Það er rosalega skrýtið, með sætu ávaxtabragði, rosalega sterkri lykt og ískalt. En það virkar samt og ég er allur að koma til. Hitinn er löngu farinn og kvefið er að lagast. Nú er bara verst að lyfið fer svolítið illa í magann minn en ég reyni samt að vera bara hress. Þýðir ekkert annað.

Vildi líka láta ykkur vita að það eru komnar nýjar myndir. Gaman gaman.

Kveðja,
Frosti

07.04.2006 11:26

Halló



Hæbbsí.

Fyrir þau ykkar sem voruð ekki búin að taka eftir því þá er komið inn nýtt myndaalbúm. Þar eru meðal annars myndir frá því ég fór í gistingu upp í Suðurás og þegar ég fékk graut og ýmislegt skemmtilegt.

Það var alveg ótrúlega gaman að gista hjá ömmu og afa í Suðurásnum. Ég fékk að nota nýja ferðarúmið mitt og svaf í nýja vagninum mínum og kúrði hjá ömmu og afa og svo fékk ég líka fullt gott að borða. Svo voru amma og afi svo góð og skemmtileg. Ég vona að ég geti fengið að gista hjá þeim aftur sem fyrst.

Annars á hann Matti afi minn afmæli í dag. Til hamingju með afmælið afi!

Ég átti líka afmæli á þriðjudaginn og þá varð ég 2 mánaða. Alltaf að stækka.

Kveðja,
Frosti

01.04.2006 15:28

8 vikna í dag



Jei, ég er 8 vikna í dag. Styttist í að ég verði orðinn 2 mánaða. Ég líka stækka bara og stækka. Þamba mjólkina sem aldrei fyrr og fékk smá graut í morgun í fyrsta skiptið.

Í kvöld fer ég svo í fyrsta skiptið í pössun upp í Suðurás til Ólöfu ömmu og Matta afa. Þau ætla að passa mig á meðan mamma og pabbi fara út og svo gistum við þar. Ég hlakka til.

Ég er líka búinn að fá vagn. Ofsalega flottan, bláan Chicco kerruvagn. Það verður nú gaman að geta komist út að labba með mömmu og pabba. Eða meira svona að þau labba með mig og ég sef. Það verður samt gaman.

Kíkið á nýju myndirnar mínar og haldið endilega áfram að láta mig vita hvað ég er sætur.

Kveðja,
Frosti
  • 1
Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 67
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 87638
Samtals gestir: 17839
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 13:57:01