Færslur: 2006 September

27.09.2006 20:26

Fréttir og myndirHalló halló,

það er aldeilis! Núna er ég bara orðinn rosa stór strákur og byrjaður hjá dagmömmu. Hún heitir Jóa og passaði Úlf frænda áður en hann byrjaði á leikskóla. Mér finnst bara gaman að hitta krakkana og leika við þá.

Ég er líka kominn með tvær nýjar tennur. Báðar augntennurnar uppi eru komnar í gegn. Eflaust einhverjar fleiri á leiðinni.

Berti frændi minn er búinn að vera í heimsókn frá Danmörku, fyrst hann og Eva, dóttir hans, og svo komu líka Inga, mamma Evu, og Audrius bróðir hennar. Þau eru skemmtileg.

Svo eignaðist ég nýja frænku þegar Elva frænka og Stígur frændi eignuðust dóttur. Hún heitir Rán og er ofsalega sæt. Úlfur bara orðinn stóri bróðir og ég ekki lengur minnstur í fjölskyldunni.

Margt búið að gerast en hvað er að frétta af ykkur?

Kveðja,
Frosti

09.09.2006 21:22

Svo falleg! Fæddist kl.10.49, 13 merkur og 51 cm :)

Svo falleg! Fæddist kl.10.49, 13 merkur og 51 cm :)

04.09.2006 00:35

Áfram Ísland!Halló!

Sjáiði hvað ég á fínan fána. Þýðir ekkert annað en að vera þjóðlegur þegar vel gengur. Fótboltastrákarnir unnu og Magni er bestur. Og svona. Svo eru komnar nýjar myndir. Ég fór í heimsókn í Suðurásinn og hitti Nadíu Sól og Huldu og Ásdísi og Kára og auðvitað ömmu og afa. Svo fékk ég líka mjólkurkex og fór í bað og allt bara.

Bið að heilsa.
Kveðja,
Frosti.
  • 1
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 146485
Samtals gestir: 53407
Tölur uppfærðar: 14.6.2021 14:42:56