Færslur: 2006 Ágúst

29.08.2006 20:02

ÚbbsíPabbi klaufi gleymdi einni möppu af myndum þegar hann var að setja nýju myndirnar inn í albúmið. Hann er núna búinn að bæta úr því og setja inn annað myndaalbúm með 25 myndum í viðbót af mér að borða gulrætur og svona. Skoðið þær endilega líka og segið mér hvað ykkur finnst.

Kveðja,
Frosti

29.08.2006 12:52

Fyrsta klippinginHalló halló!

Það er nú ýmislegt búið að gerast síðan síðast. Ég fór í læknisskoðun og var þá orðinn 10 kg og 850 grömm og 73 cm. Ég fékk líka sprautu í rassinn, það var ekki gott. Ég var samt ekki lengi að jafna mig á henni enda svo stór og duglegur.

Svo erum við öll búin að vera lasin. Mamma og pabbi fengu leiðinlega flensu og ég er búinn að vera kvefaður síðustu daga og með einhverja smá pest. Ég brosi samt alltaf og reyni að vera hress. Þýðir ekkert annað.

Ég sá líka Magna í sjónvarpinu að syngja. Mér fannst hann langbestur og byrjaði strax að syngja með honum og dansa á fullu. Ef mamma og pabbi myndu leyfa mér að vaka þá myndi ég sko þokkalega horfa á hann í nótt og kjósa hann. Ég verð bara að horfa á endursýninguna og vona að allir hinir verði duglegir að kjósa hann. Áfram Magni!

Í gær fór ég í fyrstu klippinguna mína. Mamma rakaði fullt af hári af hausnum á mér með skrýtnu græjunni sinni. Núna er ég næstum alveg snoðaður.

Þið getið skoðað myndir af þessu, það eru komnar 150 nýjar myndir í myndaalbúmið mitt.

Segið mér endilega hvað er að frétta af ykkur.

Kveðja,
Frosti
  • 1
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 146485
Samtals gestir: 53407
Tölur uppfærðar: 14.6.2021 14:42:56