Færslur: 2007 Janúar

27.01.2007 18:02

Halló halló
Maður er sko alveg með myndavélabrosið á hreinu

Það er allt gott að frétta af Frosta, hann er reyndar búinn að vera mikið kvefaður í janúar. Fékk í kinnholurnar og svoleiðis leiðindi. Núna er hann kominn aftur með kvef-þessi janúarmánuður ætlar að verða pestamánuðurinn mikli! Vonum bara að febrúar verði skárri. Þá á hann náttúrulega afmæli! Við ætlum að halda stóra og flotta veislu,vonandi komast sem flestir! Þið fáið boð á næstu dögum...
Annars er hann bara afskaplega glaðlynt og gott barn,eins og sést á myndunum,aldrei langt í brosið hjá snúllanum. Svo er hann farinn að labba alveg eins og hann hafi aldrei gert annað!

Það eru komin inn 4 ný albúm með alveg skrilljón myndum.

Kveðja frá Frosta og co.

  • 1
Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 146492
Samtals gestir: 53407
Tölur uppfærðar: 14.6.2021 15:19:11