Færslur: 2007 Júlí

04.07.2007 14:05

Nýjar myndirJæja, þá er sumarið komið og loksins komnar inn nýjar myndir. 2 ný myndaalbúm og yfir 400 myndir að skoða. Fyrra myndaalbúmið er í 16. mánuði og seinna í 17. mánuði. Þið getið líka smellt á myndina fyrir ofan til að komast í fyrra albúmið og myndina fyrir neðan til að komast í það seinna.

Annars er ýmislegt að frétta. Ég er byrjaður hjá dagmömmu. Hún heitir Sigrún og er í Grafarvoginum. Það er alveg rosalega gaman, hún er frábær og krakkarnir skemmtilegir. Ég apa líka allt eftir þeim og læri nokkur ný orð á hverjum degi. Bráðum verð ég farinn að tala fullt. Er þegar byrjaður að spjalla helling en það er svona misjafnt hvað fólk skilur hvað ég er að meina.

Mamma og pabbi fóru til útlanda í 5 daga. Ég saknaði þeirra alveg en það var samt gaman að vera með ömmunum mínum og öfum á meðan. Þau komu til baka með fullt af gjöfum handa mér. Svo eru þau líka trúlofuð. Það var nú kominn tími til segi ég nú bara...

Ég var lasinn í síðustu viku, það var sko ekkert gaman. Þurfti að hanga heima með pabba allan daginn og gat ekkert leikið með krökkunum. Óþolinmæðin var líka farin að segja til sín, alltaf þegar við komum fram á morgnanna rétti ég pabba skóna sína og benti á útidyrnar og sagði "krakkar". Samt þurfti ég að hanga heima. Ekki sanngjarnt.

Síðustu helgi fórum ég með mömmu og pabba, afa og ömmu úr Suðurásnum og frændum og frænkum í ferðalag. Við fórum að skoða Gullfoss og Geysi og dýragarðinn í Slakka. Það var stuð. Getið séð það á myndunum.

Endilega verið dugleg að senda mér kveðju hérna, mér finnst svo gaman að lesa það. Líka hvað þið hafið að segja um myndirnar mínar.

Kveðja,
Frosti sumarstrákur


  • 1
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 146501
Samtals gestir: 53407
Tölur uppfærðar: 14.6.2021 15:52:59