Færslur: 2007 September

24.09.2007 14:48

Myndbönd

Hæhæ,

það er allt gott að frétta af okkur. Við erum búin að koma okkur vel fyrir í Suðurásnum. Gott að fá dáldið meira pláss og svona, ekki amalegt að fá heilt herbergi útaf fyrir sig.

Frosti stækkar og stækkar og er alltaf að bæta fleiri orðum í safnið hjá sér. Líka farinn að setja saman setningar og spjallar heilmikið.

Við settum inn 4 myndbönd. Getið séð þau með því að velja myndbönd hérna hægra megin. Þau eru á mp4 formatti sem þýðir að það er ekki hægt að nota hvaða spilara sem er til að skoða þetta. Veit að windows media player virkar t.d. ekki en quick time, Real Player og álíka spilarar geta spilað þetta.

Endilega skoðið myndböndin og látið okkur vita hvað ykkur finnst.

08.09.2007 18:13

Loksins nýjar myndir
Hæ hæ!

Af Frosta er allt gott að frétta. Hann fór í skoðun í vikunni og er orðinn hvorki meira né minna en 15,5 kíló og 87 cm! Hann fékk sprautu hjá lækninum og var alveg ósköp duglegur og góður.

Hann er farinn að tala alveg helling og bætir við sig nýjum orðum nánast daglega. Mamma ritari ætlar að taka sér tíma bráðum og setja inn orðin hans hérna á síðuna.

Núna erum við að flytja upp í Suðurásinn til ömmu og afa þar. Frosti fær sitt eigið herbergi og hefur heilan garð til að leika sér í! Það er sko ekki leiðinlegt

Settum inn myndirnar frá því að Frosti fékk traktorinn sinn,svo lofum við því að vera duglegri að setja inn myndir!

Knús og kossar frá Frosta og co.
  • 1
Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 146492
Samtals gestir: 53407
Tölur uppfærðar: 14.6.2021 15:19:11