08.09.2007 18:13

Loksins nýjar myndir




Hæ hæ!

Af Frosta er allt gott að frétta. Hann fór í skoðun í vikunni og er orðinn hvorki meira né minna en 15,5 kíló og 87 cm! Hann fékk sprautu hjá lækninum og var alveg ósköp duglegur og góður.

Hann er farinn að tala alveg helling og bætir við sig nýjum orðum nánast daglega. Mamma ritari ætlar að taka sér tíma bráðum og setja inn orðin hans hérna á síðuna.

Núna erum við að flytja upp í Suðurásinn til ömmu og afa þar. Frosti fær sitt eigið herbergi og hefur heilan garð til að leika sér í! Það er sko ekki leiðinlegt

Settum inn myndirnar frá því að Frosti fékk traktorinn sinn,svo lofum við því að vera duglegri að setja inn myndir!

Knús og kossar frá Frosta og co.

15.08.2007 10:30

Myndaalbúmunum læst

Halló allir.

Við ákváðum að læsa myndaalbúmunum,allavega í bili,vegna frétta um ljóta menn úti í heimi sem eru að fara inn á barnasíður. Lykilorðið er uppáhalds heimilistækið hans Frosta,með stórum fyrsta staf. Smá vísbending,það er ekki þvottavél. Ef þið vitið það ekki þá er nú lítið mál að senda okkur póst og við sendum ykkur til baka

04.07.2007 14:05

Nýjar myndir



Jæja, þá er sumarið komið og loksins komnar inn nýjar myndir. 2 ný myndaalbúm og yfir 400 myndir að skoða. Fyrra myndaalbúmið er í 16. mánuði og seinna í 17. mánuði. Þið getið líka smellt á myndina fyrir ofan til að komast í fyrra albúmið og myndina fyrir neðan til að komast í það seinna.

Annars er ýmislegt að frétta. Ég er byrjaður hjá dagmömmu. Hún heitir Sigrún og er í Grafarvoginum. Það er alveg rosalega gaman, hún er frábær og krakkarnir skemmtilegir. Ég apa líka allt eftir þeim og læri nokkur ný orð á hverjum degi. Bráðum verð ég farinn að tala fullt. Er þegar byrjaður að spjalla helling en það er svona misjafnt hvað fólk skilur hvað ég er að meina.

Mamma og pabbi fóru til útlanda í 5 daga. Ég saknaði þeirra alveg en það var samt gaman að vera með ömmunum mínum og öfum á meðan. Þau komu til baka með fullt af gjöfum handa mér. Svo eru þau líka trúlofuð. Það var nú kominn tími til segi ég nú bara...

Ég var lasinn í síðustu viku, það var sko ekkert gaman. Þurfti að hanga heima með pabba allan daginn og gat ekkert leikið með krökkunum. Óþolinmæðin var líka farin að segja til sín, alltaf þegar við komum fram á morgnanna rétti ég pabba skóna sína og benti á útidyrnar og sagði "krakkar". Samt þurfti ég að hanga heima. Ekki sanngjarnt.

Síðustu helgi fórum ég með mömmu og pabba, afa og ömmu úr Suðurásnum og frændum og frænkum í ferðalag. Við fórum að skoða Gullfoss og Geysi og dýragarðinn í Slakka. Það var stuð. Getið séð það á myndunum.

Endilega verið dugleg að senda mér kveðju hérna, mér finnst svo gaman að lesa það. Líka hvað þið hafið að segja um myndirnar mínar.

Kveðja,
Frosti sumarstrákur


19.05.2007 00:01

Loksins loksins!

Það eru komnar nýjar myndir,undir 14.,15. og 16.mánuði.



Við fjölskyldan erum búin að vera heilmikið á ferð og flugi undanfarið. Vorum á Hótel Heklu um páskana og höfðum það gott,hittum skemmtilegt fólk og borðuðum góðan mat-og páskaegg! Síðan höfum við verið með annan fótinn í sveitinni þar sem mútta er búin að vera að vinna. Pabbi greyið keyrir á milli-en Frosta finnst rosalega gaman að vera í sveitinni,hlaupa um gangana,fara í fótbolta í stóra fundarsalnum og auðvitað vera úti að leika við hundana. Hann er ennþá mjög hrifinn af þvottavélum,ryksugum og kústum,og labbaði um allt hótel um daginn og sópaði með litlum kústi-gerði fínt fyrir ömmu Sigrúnu
Frosti þroskast mjög hratt þessa dagana. Hann skilur ALLT sem maður segir við hann,þótt hann tali nú ekkert voðalega mikið sjálfur. Enda til hvers að tala þegar maður getur bara bent og sagt uh,uh! og það skilst svo maður fær það sem maður vill? Ef hann er spurður: ,,Hver elskar þig?" svarar hann oftast: ,,Mamma,pabbi".
Sjálfstæðisbaráttan er aðeins byrjuð,það er mikið sport að borða sjálfur þessa dagana,hann verður alltaf að hafa sinn eigin gaffal. Hann vill líka bursta sig sjálfur og labba sjálfur upp og niður stiga. Hann tók upp á því um daginn að hætta að vilja snuð-þessi líka duddukallinn. Bara allt í einu hafði hann engan áhuga á duddunni sinni og henti henni jafnóðum út úr sér. En það er bara fínt,þá þurfa foreldrarnir ekki að hafa áhyggjur af því að duddan skekki tennurnar.
Síðan fórum við í fyrsta skipti öll saman í Húsdýragarðinn um daginn og það var sko fjör! Frosta leist vel á selina,hann hélt því reyndar fram að þeir væru í baði. Svo klappaði hann kusu og hestinum,sem reyndi að éta hann,og var voðalega hissa á hananum sem galaði! Svo sáum við líka litla kiðlinga,en Frosti sagði bara tiss-hélt þeir væru kisur!
Svo ætlum við foreldrarnir að skella okkur til London í fimm daga bráðlega og verður það sko lengsti tíminn sem við höfum verið frá litla kút. En hann verður í góðu yfirlæti hjá ömmum sínum og öfum á meðan,svo við höfum nú engar áhyggjur af því.
Á morgun ætlum við svo að bruna aftur í sveitina-Hinrik var að fá pínulítinn hvolp og við verðum nú aðeins að skoða hann! Mamma ætlar að vinna og svo komum við aftur á sunnudaginn.
Endilega verið dugleg að kommenta á myndirnar og svona, mömmu og pabba finnst svo gaman að lesa hverjir eru að skoða síðuna..þau eru nefnilega dálítið montin af stráknum sínum sjáiði til

19.04.2007 17:08

Sæt vídeó

Það koma inn myndir af páskunum og fleiru í kvöld,en hérna eru 2 sæt myndbönd sem ég var að taka af Frosta krútta

Frosti að dansa

Frosti að ryksuga og frekjast smá við pabba sinn

22.03.2007 03:17

Nýjar myndir og smá fréttir


Sparisvipurinn?

Það eru komin inn 2 ný albúm með fullt af flottum myndum,endilega kíkiði og svo má alveg kommenta líka

Það er bara allt ágætt að frétta af Frosta litla,hann er alltaf jafn duglegur og góður strákur. Hann er aðeins farinn að tala meira,bablar helling og segir mamma og pabba,datt,heitt,nammi,takk,batt(bað) og svo hermir hann einstaklega vel eftir apa,bíl og ryksugu! Hann hefur einmitt mikinn áhuga á þeim,ásamt uppþvottavélum.

Bíllinn segir burr

Og ryksugan segir húúúú

Það er reyndar búið að ákveða að setja rör í eyrun hans,því hann er búinn að fá svo oft eyrnabólgur og alltaf situr vökvi eftir fyrir innan hljóðhimnurnar,og svo á að tékka á nefkirtlunum í leiðinni. Aðgerðin verður 11.apríl. Við vonum bara að hann verði búinn að jafna sig 14.apríl,en þá ætla Elva frænka og Stígur frændi að gifta sig!

17.03.2007 11:01

Ný klipping!

Jæja þá hefur draumur afa Hauks ræst,það er búið að klippa strákinn.

Hérna koma myndir fyrir ömmu og afa úti á Kanarí:

Fyrir:

Eftir:

 


Mér finnst eins og hann hafi elst um heilt ár við þessa klippingu,orðinn svo stór strákurinn!

Og svo ein mynd af Frosta í húsverkunum,bara fyrir ömmu Jóhönnu á Kanarí


20.02.2007 14:06

Afmælismyndir!




Já,litli kúturinn okkar er bara orðinn 1 árs stór strákur. Mikið svakalega sem tíminn er fljótur að líða. Afmælisveislan var alveg rosalega skemmtilegt,fullt af fólki kom og það var svo gaman að sjá ykkur öll. Frosti þakkar kærlega fyrir allar fínu gjafirnar sem hann fékk


Það eru komnar inn myndir úr fyrsta afmælinu hans Frosta. Þetta eru frekar fáar myndir,þannig að ef einhver á myndir sem við megum fá þá endilega hafa samband.

Kv.myndaóða mamman

Uppfært: Komið inn annað albúm af sæta stráknum.

17.02.2007 23:29

Lítill frændi fæddur!


Í gærkvöldi fæddist lítill frændi. Hann vóg 13 merkur og var 49 cm langur og alveg ótrúlega fallegur eins og sjá má. Velkominn í heiminn litli snúður og til hamingju elsku Ásdís og Kári!

Þannig að nú er Frosti aldeilis orðinn stór,eins árs OG stóri frændi. Myndir úr afmælinu koma á morgun

27.01.2007 18:02

Halló halló




Maður er sko alveg með myndavélabrosið á hreinu

Það er allt gott að frétta af Frosta, hann er reyndar búinn að vera mikið kvefaður í janúar. Fékk í kinnholurnar og svoleiðis leiðindi. Núna er hann kominn aftur með kvef-þessi janúarmánuður ætlar að verða pestamánuðurinn mikli! Vonum bara að febrúar verði skárri. Þá á hann náttúrulega afmæli! Við ætlum að halda stóra og flotta veislu,vonandi komast sem flestir! Þið fáið boð á næstu dögum...
Annars er hann bara afskaplega glaðlynt og gott barn,eins og sést á myndunum,aldrei langt í brosið hjá snúllanum. Svo er hann farinn að labba alveg eins og hann hafi aldrei gert annað!

Það eru komin inn 4 ný albúm með alveg skrilljón myndum.

Kveðja frá Frosta og co.

22.12.2006 14:55

Frosti stóri strákur



Frosti tók nokkur skref alveg sjálfur í gærkvöldi! :)
Hann fór líka í skoðun í gær og er orðin 12,16 kíló og 77,5 cm langur.

05.12.2006 00:35

Komin 3 ný albúm!

Með 298 myndum,hvorki meira né minna! Vonandi bætir þetta eitthvað upp myndaleysið á meðan tölvan var í viðgerð. Albúmin eru undir 8.,9. og 10.mánuðum.



Það er annars ýmislegt að frétta af honum Frosta:
Hann er orðinn 10 mánaða,eldhress kútur.
8 tennur komnar,4 uppi og 4 niðri.
Hann er farinn að labba með og skríða eins og herforingi,á mjög sérstakan hátt. Setur annan fótinn fyrir sig og hinn hálfpartinn dregur hann með.
Hann er hættur hjá Jóu dagmömmu,núna er hann heima á daginn með múttu sinni.
Hann bablar og bablar,drekkur úr röri og blæs í það til að ,,bubbla"..mikið sport þessa dagana.
Fikt skeiðið er að koma sterkt inn,allt sem er bannað er extra spennandi: Skúffur,skápar,snúrur og allt þannig. Hann skilur alveg þegar maður bannar honum,en það er nú ekki alltaf sem hann hlýðir. Setur stundum á sig alveg ótrúlegt prakkaraglott og heldur áfram að skottast.

Ég var einmitt að skoða ,,gamlar" myndir af honum og það er ótrúlegt,mér finnst svo endalaust langt síðan að hann var svona lítill! En það eru örfáir mánuðir síðan. Það er svo margt búið að gerast á þeim tíma og hann þroskast svo hratt litli snúllinn. Hann bræðir mig enda oft á dag,hann er svo skemmtilegur :)

Þarna sat hann löngum stundum grafkyrr og dundaði sér,náði ekki einu sinni niður í gólf..núna spólar hann um allt og maður má passa sig að verða ekki fyrir honum :)

Svo styttist nú í fyrstu jólin hans! Hann gerir sér náttúrulega enga grein fyrir því en við foreldrarnir erum mjög spennt fyrir hans hönd :)
Læt þetta duga í bili...það verður styttra á milli færslna næst :)

Kv.Silja mamma.

04.12.2006 18:12

Vibbí skibbí!

Tölvan er loksins komin úr viðgerð..mikil hamingja hér á bæ! Það koma myndir-og fullt af þeim-í kvöld
Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 128
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 90913
Samtals gestir: 18806
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 17:08:00